Innlent

Bíll brann á bílaplani BM Vallár

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið hefur yfirgefið vettvanginn.
Slökkviliðið hefur yfirgefið vettvanginn. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á bílaplani BM Vallár á Breiðhöfða laust fyrir klukkan átta í morgun.

Búið er að ráða niðurlögum eldsins og er málinu lokið af hálfu slökkviliðs sem hefur yfirgefið vettvanginn.

Eldur kom upp í mælaborði bifreiðarinnar en nánari tildrög brunans eru ekki ljós að svo stöddu. Lögreglan er nú á vettvangi til þess að rannsaka málið nánar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.