Lífið

Martin Garrix ökklabrotinn og spilar ekki á Solstice í ár

Andri Eysteinsson skrifar
Garrix verður ekki með í Laugardalnum.
Garrix verður ekki með í Laugardalnum. Getty/John Parra
Hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix mun ekki stíga á svið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice eins og áætlað hafði verið. Garrix, sem var eitt stærsta nafnið sem spila átti á hátíðinni, varð fyrir því óláni að ökklabrotna á tónleikum sínum í lok maí.Garrix hefur síðan fengið vita að öll liðbönd í ökkla hans eru slitin og mun hann þurfa að gangast undir aðgerð til þess að fá meina sinna bót. Því neyðist plötusnúðurinn til þess að afboða sig á alla viðburði sem hann hafði verið bókaður á næstu fjórar vikurnar hið minnsta.Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Secret Solstice..Garrix segist vera eyðilagður vegna stöðunnar sem upp er komin.„Ég var mjög spenntur fyrir þessu og ég vil aldrei valda neinum vonbrigðum. Því miður þarf ég að fara í aðgerð til þess að fyrirbyggja varanlegan skaða á ökklanum,“ er haft eftir Garrix í yfirýsingunni.Aðstandendur hátíðarinnar vinna nú hörðum höndum að því að finna tónlistarmann til þess að koma í stað hollenska plötusnúðarins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.