Yfirburðasigur Japans fór langt með að senda Skota heim

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vítaspyrna Sugasawa var hennar nítjánda landsliðsmark
Vítaspyrna Sugasawa var hennar nítjánda landsliðsmark vísir/getty
Skotland er í slæmum málum á HM kvenna eftir eins marks tap gegn Japan í annarri umferð riðlakeppninnar í dag.

Japanska liðið var með mikla yfirburði og hafði það skoska vart stigið fæti yfir á vallarhelming Japans þegar Mana Iwabuchi skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Japan á 22. mínútu.

Þær japönsku héldu yfirburðum sínum áfram og fengu vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Rachel Corsie var dæmd brotleg inn í teig. Yuika Sugasawa skoraði af öryggi úr vítinu og kom Japan í þægilega stöðu.

Skotar náðu smá áhlaupi undir lok leiksins og uppskáru mark frá Lana Clelland, en það kom of seint og leiknum lauk með 2-1 sigri Japan.

Eftir tvö 2-1 töp er Skotland á botni D-riðils og eina von þeirra á að fara upp úr riðlinum er að vinna Argentínu í lokaleiknum og eiga möguleika á að fara áfram sem eitt af fjórum bestu liðunum í þriðja sæti í riðlunum sex.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira