Benedikt segir óeðlilegt mat hjá hæfisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2019 06:15 "Til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið,“ spyr Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hæfisnefnd um skipan í embætti seðlabankastjóra vanrækir að horfa til þess við mat á umsækjendum að sameina eigi Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið. Þetta segir Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra. Í bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, þar sem Benedikt dregur til baka umsókn sína um stöðu seðlabankastjóra, segir hann að eitt af stærstu verkefnum nýs seðlabankastjóra verði að undirbúa sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót, og ásamt öðrum breytingum sem boðaðar séu í lagafrumvarpi verði eðlisbreyting á starfinu. „Í ljósi þess að meginverkefni nýs seðlabankastjóra verður að leiða breytingar á þessu mikilvæga sviði kom það mér í opna skjöldu þegar hæfisnefnd um stöðuna tjáði mér í upphafi viðtals að hún myndi aðeins miða sína umsögn við starfið eins og það hefur verið og ekki líta til þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið. „Það getur þó verið að Katrín geri það“, sagði formaður nefndarinnar,“ rekur Benedikt í bréfinu. „Í viðtalinu var augljóst að nefndin horfði fyrst og fremst á stöðuna sem embætti eða rannsóknarstöðu en lagði litla áherslu á rekstur eða stjórnsýslu. Hæfisnefndin horfir því ekki til þeirrar stöðu sem ætla má að nýr seðlabankastjóri muni gegna obbann af sínu tímabili. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt,“ skrifar Benedikt. „Formaður nefndarinnar boðar í viðtali að önnur viðmið kunni að ríkja hjá þeim sem skipar í stöðuna en nefndinni sem fjallar um hæfið. Því má spyrja til hvers er nefnd sem á að vera ráðherranum til aðstoðar, ef hann notar svo allt önnur viðmið?“ spyr Benedikt sem segir að forsætisráðherra hefði verið í lófa lagið að leiðbeina nefndinni um að hún ætti ekki að horfa um öxl heldur fram á við. „Dagsetningin 20. ágúst er ekki heilagri en svo að finna má skammtímalausn til þess að hún valdi því ekki að gerð séu alvarleg stjórnsýslumistök,“ segir í bréfi Benedikts sem vísar þannig til þess að skipa eigi nýja bankastjórann frá 20. ágúst. Þannig segir Benedikt að vinnubrögðin standist alls ekki þá kröfu til stjórnsýslu sem viðhafa þurfi. „Ég vil ekki taka þátt í þeim leik og dreg umsókn mína því til baka. En þó að ég dragi mig til baka breytir það því ekki að þessi vinnubrögð eru ekki sæmandi við stöðuveitingu sem ætti að vanda sérstaklega til.“ Sextán sóttu um stöðu seðlabankastjóra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu 22. maí kvörtuðu tveir umsækjendanna vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefndina. Þeir sögðust telja Sigríði vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Þetta voru Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, og Vilhjálmur Bjarnason lektor.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira