Svíar létu fimm mörk duga gegn Tælendingum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elin Rubensson og Fridolina Rolfo skoruðu báðar í dag.
Elin Rubensson og Fridolina Rolfo skoruðu báðar í dag. vísir/getty

Svíþjóð tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna með sigri á Tælandi, 5-1, í Nice í dag.

Svíar eru á toppi F-riðils með sex stig en Tælendingar á botninum án stiga og með markatöluna 1-18. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk á einu og sama heimsmeistaramótinu og Tæland á enn eftir að leika einn leik í Frakklandi.

Það tók Svía aðeins sex mínútur að ná forystunni. Linda Sembrant skoraði þá með skalla eftir aukaspyrnu Elin Rubensson.

Á 19. mínútu skoraði Kosovare Asllani annað mark Svía og þremur mínútum fyrir hálfleik skoraði Fridolina Rolfo þriðja markið.

Staðan var 3-0 í hálfleik líkt og í leik Bandaríkjanna og Tælands sem bandarísku heimsmeistararnir unnu 13-0. Svíar buðu ekki upp á sömu markasúpu og þær bandarísku og létu tvö mörk duga í seinni hálfleik.

Á 81. mínútu skoraði Lina Hurtig fjórða mark Svíþjóðar. Í uppbótartíma minnkaði fyrirliði Tælands, Kanjana Sung-Ngoen, muninn í 4-1 og Tælendingar fögnuðu eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar.

Svíar áttu hins vegar síðasta orðið þegar Rubensson skoraði úr vítaspyrnu þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-1, Svíþjóð í vil.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.