Gestaliðið nældi í jafntefli gegn Paragvæ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Katar er með í Suður-Ameríkukeppninni.
Katar er með í Suður-Ameríkukeppninni. vísir/getty
Paragvæ og Katar skildu jöfn í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í kvöld.Fyrsta mark leiksins lét ekki bíða lengi eftir sér en Oscar Cardozo skoraði úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Miguel Correia handlék boltann innan vítateigs.Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum en þau komu ekki og staðan 1-0 fyrir Paragvæ í hálfleik.Snemma í seinni hálfleik skoraði Cardozo sitt annað mark þegar hann potaði fyrirgjöf Miguel Almiron í netið. Markið var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu eftir myndbandsdómgæslu.Leikmenn Paragvæ voru hins vegar ekki lengi að skora aftur, í þetta skipti var enginn vafi um það að Derlis Gonzalez hefði skorað löglegt mark þegar hann skoraði með laglegu langskoti á 56. mínútu.Katar, sem er gestaþjóð á mótinu, jafnaði leikinn á 68. mínútu þegar Ali Almoez skoraði og níu mínútum seinna jafnaði Boualem Khoukhi metin fyrir Katar.Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið, leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.