„Ekki kynjamismunun að minnka mörkin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 17:30 Emma Hayes hefur þjálfað kvennalið Chelsea síðan 2012 vísir/getty Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Liverpool - Barnsley | Fyrsti leikur liðanna í átján ár Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Liverpool - Barnsley | Fyrsti leikur liðanna í átján ár Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira