„Ekki kynjamismunun að minnka mörkin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 17:30 Emma Hayes hefur þjálfað kvennalið Chelsea síðan 2012 vísir/getty Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira