„Ekki kynjamismunun að minnka mörkin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 17:30 Emma Hayes hefur þjálfað kvennalið Chelsea síðan 2012 vísir/getty Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira