„Ekki kynjamismunun að minnka mörkin“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júní 2019 17:30 Emma Hayes hefur þjálfað kvennalið Chelsea síðan 2012 vísir/getty Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér. Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Það er ekki kynjamismunun að minnka fótboltavelli og mörk í kvennafótbolta heldur er staðreyndin sú að í kvennaboltanum eru fleiri mörk eftir langskot vegna þess að markmennirnir eru minni. Þetta segir þjálfari kvennaliðs Chelsea. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, skrifar pistil í breska blaðinu The Times þar sem hún talar um málið. Hayes byrjar pistilinn á að benda á að konur stökkva yfir lægri grindur en karlar í grindahlaupi, enda eru konur að meðaltali lágvaxnari en karlar. Í körfubolta nota konur minni bolta enda konur almennt með minni hendur en karlar. „Þessar staðreyndir þýða ekki að íþróttir verði að gera breytingar vegna líkamlegs mismunar á körlum og konum, né heldur að þær ættu að gera það. En þær veita grunn inn í umræðuna um vallarstærð og stærð markanna í fótbolta, og mér finnst sú umræða þörf,“ skrifar Hayes. „Þegar ég fór fyrst að tala um þetta sakaði fólk mig um að vera á móti jafnrétti og sagði að ég væri að taka íþróttina aftur á bak.“ Hayes bendir á þá staðreynd að meðalhæð markmanna í ensku úrvalsdeildinni sé um 1,90m. Meðalhæð markmanna í efstu deild kvenna á Englandi er um 1,73m. Fótboltamark er 2,44m á hæð og 7,3m á breidd.Sukanya Chor Charoenying, markmaður tælenska landsliðsins, fékk á sig þrettán mörk gegn Bandaríkjunum í leik á HM. Hún er 165 cm á hæð, 25 cm minni en meðalkarlkynsmarkmaður í ensku úrvalsdeildinni.mynd/the timesÁhrif hæðarmismunarins má sjá í tölfræðinni þar sem í úrvalsdeild kvenna eru fleiri langskot og af lengra færi en í karladeildinni þrátt fyrir að skot í kvennaboltanum séu almennt kraftminni en í karlaboltanum. Markvarsla í kvennaboltanum fær oft nokkra gagnrýni en Hayes hendir því fram að það sé ekki málið að markverðirnir séu lélegri heldur einfaldlega það að þær eru minni. „Carly Telford, sem spilar fyrir mig hjá Chelsea, talaði um að við þyrftum að bæta markmannsþjálfun. Við getum alltaf gert betur í að vinna í skerpu og staðsetningu, en þetta vandamál verður líklega alltaf til staðar nema við byrjum að leita að óvenjulega háum konum,“ skrifar Hayes.Allan pistil hennar má lesa hér.
Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira