Innlent

Farþegar norsks skips plokkuðu rusl á Ströndum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tínsla í fullum gangi.
Tínsla í fullum gangi. Hurtigruten/Facebook
Norska skipið MS Spitsbergen tók á föstudag óvænt stopp hér á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjafirði, þar sem áhöfn og farþegar skipsins lögðu land undir fót og tíndu rusl úr fjörunni.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem haldin er utan um skipið. Þar segir að plokkað hafi verið rusl sem náði að fylla nokkra stóra poka

„Gestir okkar voru meira en tilbúnir að hjálpa okkur að tína upp litríkt plastið, sem sumt var merkt allt aftur til ársins 2013.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.