Innlent

Lögregla lýsir eftir konu á fimmtugsaldri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Síðast er vitað um ferðir konunnar á miðvikudag.
Síðast er vitað um ferðir konunnar á miðvikudag. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík síðastliðinn miðvikudag. Heiðrún er 165 sm á hæð, grannvaxin og með ljóst, axlarsítt hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur og brúnleita peysu.

Heiðrún hefur til umráða brúnan Skoda Fabia og skráningarnúmerið er PT-893.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Heiðrúnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.