Fótbolti

Rúnar Már til meistaranna í Kasakstan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 fyrr á árinu.
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 fyrr á árinu. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er genginn í raðir Astana, meistaranna í Kasakstan, frá Grasshoppers í Sviss.

Rúnar var þrjú ár í herbúðum Grasshoppers og lék með liðinu í svissnesku úrvalsdeildinni. Tímabilið 2017-18 var hann lánaður til St. Gallen í sömu deild.Astana er með þriggja stiga forskot á toppnum í Kasakstan. Liðið hefur fimm sinnum unnið meistaratitilinn þar í landi og bikarmeistaratitilinn þrisvar sinnum.Astana tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu seinna í sumar.Rúnar Már, sem verður 29 ára á morgun, hefur leikið erlendis síðan 2013.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.