Fótbolti

Rúnar Már til meistaranna í Kasakstan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 fyrr á árinu.
Rúnar Már í baráttu við N'Golo Kanté í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM 2020 fyrr á árinu. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er genginn í raðir Astana, meistaranna í Kasakstan, frá Grasshoppers í Sviss.Rúnar var þrjú ár í herbúðum Grasshoppers og lék með liðinu í svissnesku úrvalsdeildinni. Tímabilið 2017-18 var hann lánaður til St. Gallen í sömu deild.

Astana er með þriggja stiga forskot á toppnum í Kasakstan. Liðið hefur fimm sinnum unnið meistaratitilinn þar í landi og bikarmeistaratitilinn þrisvar sinnum.

Astana tekur þátt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu seinna í sumar.

Rúnar Már, sem verður 29 ára á morgun, hefur leikið erlendis síðan 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.