Innlent

Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton

Andri Eysteinsson skrifar
Aldís Amah Hamilton er fjallkonan í ár.
Aldís Amah Hamilton er fjallkonan í ár. Mynd/Eyþór

Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton.

Fjallkonan klæðist skautbúningi sem er í vörslu Árbæjarsafns og við hann er forláta stokkabelti með vínviðarmunstri úr silfri og brjóstnæla í stíl.

Aldís Amah las við hátíðardagskránna ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens.

Aldís útskrifaðist sem leikari árið 2016 og hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeare verkinu Óþelló sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu, þá hefur Aldís einnig leikið hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar auk lítils hlutverks í Borgarstjóranum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.