Innlent

Farið að kólna og mögu­leiki á snjó­komu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það eru ekki margar tveggja stafa tölur á kortinu í dag.
Það eru ekki margar tveggja stafa tölur á kortinu í dag. veðurstofa íslands
Nú er farið að kólna lítillega á landinu og verður hitinn ekki mikið yfir frostmarki að næturlagi á Norðausturlandi að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Þá verður úrkoma mögulega í formi slyddu eða snjókomu á heiðum norðaustan til í dag en annars eru líkur á skúrum um mest allt land nema á vestanverðu landinu þar sem verður þurrt og bjart. Þá er ekki að sjá neina úrkomu í kortunum á vestanverðu landinu en þar hafa verið miklir þurrkar og óvissustigi verið lýst yfir vegna hættu á gróðureldum.„Útlit vikunnar er keimlíkt, ekki jafn mikið um tveggja stafa hitatölur og hefur verið, úrkoma fyrir norðan og austan en þurrt vestan til. Helgin lítur ágætlega út. Bjartara veður á mest öllu landinu, hægur vindur og hiti 10 til 18 stig, líka á Norður- og Austurlandi,“ segir á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt 5-13 m/s, hvassast vestan til. Skýjað og skúrir um mest allt land en þurrt að kalla og bjart að mestu um landið vestanvert. Léttir til á Suðurlandi þegar líður á daginn. Heldur hægari vindur á morgun. Hiti 4 til 14 stig, svalast fyrir norðan.Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðan 5-10 m/s og lítilsháttar súld eða rigning norðan- og austanlands og hiti 2 til 9 stig, en annars skýjað með köflum, yfirleitt þurrt og hiti 7 til 13 stig.Á föstudag (sumarsólstöður):

Norðlæg átt 5-10 m/s. Rigning norðaustan- og austan til á landinu, en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.Á laugardag:

Fremur hæg vestlæg eða breytilega átt. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir. Hlýnar í veðri.Á sunnudag og mánudag:

Útlit fyrir hæga suðvestlæga eða breytilega átt. Bjart með köflum og hiti 10 til 18 stig á öllu landinu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.