Fótbolti

Platini handtekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Platini er í vondum málum.
Platini er í vondum málum. vísir/getty

Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, var handtekinn í morgun í tengslum við þá ákvörðun að úthluta Katar HM 2022.

Platini er sem stendur í fjögurra ára banni frá fótbolta sem hann var dæmdur í fyrir að þiggja mútugreiðslu frá Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA. Blatter var sjálfur dæmdur í átta ára bann frá fótbolta.

Ákvörðunin að úthluta Katar HM 2022 þótti, og þykir enn, afar umdeild. Platini á að hafa hitt einn af hæstráðendum í katörskum fótbolta margoft í aðdraganda ákvörðunarinnar.

Platini á líka að hafa hitt krónprinsinn í Katar, Hamad al-Thani, og þáverandi Frakklandsforseta, Nicolas Sarkozy, nokkrum dögum áður en atkvæði um hvar skyldi halda HM 2022 voru greidd.

Platini var forseti UEFA á árunum 2007-15. Siðanefnd FIFA dæmdi hann upphaflega í átta ára bann, líkt og Blatter, en bann Frakkans var stytt um helming.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.