Innlent

Flutti tvo slasaða eftir bílveltu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tveir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir bílveltu í Norðurárdal.
Tveir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann í Fossvogi eftir bílveltu í Norðurárdal. Vísir/Erling

Tveir slösuðust þegar bíll valt norðan við Hvassafell í Norðurárdal rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hina slösuðu á Landspítalann í Fossvogi að sögn vakthafandi starfsmanns hjá Landhelgisgæslunni.

Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins að sögn sjónarvotta.

Ekki náðist í lögregluna á Vesturlandi við gerð þessarar fréttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.