Innlent

Þremenningunum sleppt og rannsókn miðar vel

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknin snýr að meðal annars aðfíkniefnamiðsferli og skipulagðri glæpastarfsemi.
Rannsóknin snýr að meðal annars aðfíkniefnamiðsferli og skipulagðri glæpastarfsemi. vísir/vilhelm

Þremenningunum, sem voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að rannsókn málsins miði vel, en í þágu hennar hafi verið lagt hald á um þrjú kíló af amfetamíni, níutíu  grömm af kókaíni og rúmlega hundrað e-töflur.

„Lögreglan hefur enn fremur haldlagt og kyrrsett eignir, en grunur er um að tilurð þeirra megi rekja til ágóða af brotastarfsemi.

Rannsókn lögreglu, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur, snýr m.a. fíkniefnamisferli og peningaþvætti, en ráðist var í þrjár húsleitir vegna þess eins og áður hefur komið fram.

Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í baráttu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir í tilkynningunni.

Í fyrri tilkynningu frá lögreglu var skýrt tekið fram að málið sé óskylt öðru máli sem einnig snýr að skipulagðri brotastarfsemi og hefur verið til umfjöllunar. Þar eru fjórir í gæsluvarðhaldi, þar af tveir af sakborningunum í Pólstjörnumálinu. Handtökur áttu sér stað þarsíðustu helgi og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 21. júní. 


Tengdar fréttir

Þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi

Þrír eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi, en þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.