Matspic.twitter.com/L90XFy3Ry7
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 19, 2019
Hinn þrítugi Hummels varð þrívegis þýskur meistari og einu sinni bikarmeistari með Bayern.
Meistararnir eru búnir að semja við frönsku heimsmeistarana Benjamin Pavard og Lucas Hernández og samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá Bayern mikil.
Hummels er því farinn aftur til Dortmund. Hann lék með liðinu á árunum 2008-16 og varð tvisvar sinnum þýskur meistari með því, einu sinni bikarmeistari og komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2013. Hummels var fyrirliði Dortmund síðustu tvö árin áður en hann fór til Bayern.
Hummels er fimmti leikmaðurinn sem Dortmund kaupir í sumar. Áður voru Julian Brandt, Thorgan Hazard, Paco Alcácer og Nico Schulz komnir til félagsins.
Dortmund endaði í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið var með níu stiga forskot á Bayern um mitt tímabil en gaf eftir á lokasprettinum.