Innlent

Níðingur fær styttri dóm

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti. Vísir/vilhelm
Landsréttur mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þorsteini Halldórssyni úr sjö ára fangelsi í fimm og hálfs árs. Þorsteinn var í maí í fyrra dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn ungum pilti og fyrir að hafa tælt hann með gjöfum, fíkniefnum og peningum.

Í dómi Landsréttar er Þorsteini gert að greiða piltinum 3,5 milljónir króna í miskabætur.

Í dómi héraðsdóms í fyrra segir að Þorsteinn hafi „verið fundinn sekur um gróf og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola, sem þá var barn á viðkvæmu þroska- og mótunarskeiði, auk brota á nálgunarbanni“. Drengurinn var á aldrinum 15 til 18 ára þegar brotin áttu sér stað.

Dómarinn taldi Þorstein hafa nýtt sér yfirburði sína vegna aldurs- og þroskamunar og tælt piltinn til kynferðismaka með peningum og gjöfum, fíkniefnum og lyfjum. Var hann sakfelldur fyrir að hafa nauðgað piltinum sem átti sér enga vörn undir áhrifum fíkniefna og lyfja.

Brotin hafi verið til þess fallin að valda piltinum andlegri vanlíðan. Hann hafi verið 15 ára og Þorsteinn 54 ára þegar brotin hófust.

Pilturinn kvaðst fyrir dómi hafa ánetjast fíkniefnum sem Þorsteinn gaf honum í skiptum fyrir kynmök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×