Telur sveitarfélög brjóta á rétti barna við þéttingu byggðar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 20:00 Hermann segir nauðsynlegt að taka aftur upp reglur um stærðarviðmið lóða við leikskóla. Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann. Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Landslagsarkitekt og meistaranemi í skipulagsfræðum segir sveitarfélög á Íslandi ekki virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að skipulagi á leikskólalóðum. Lóðir séu margar hverjar litlar og hamli þvíþroska leikskólabarnanna. Hafa þurfi velferð barna að leiðarljósi íþéttingu byggðar. Hermann Georg Gunnlaugsson fjallaði um borgina frá sjónarhorni barna, áhrif þéttingar byggðar á leikskólalóðir, umhverfi leikskóla og deiliskipulagsáætlanir í meistaraverkefni sínu í skipulagsfræðum. Þar áttaði hann sig á að ákvæði í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 2011 sé ekki virt þegar kemur að leikskólalóðum. Þær eigi að vera hluti af námsrýminu og þétting byggðar verði að taka mið af því. Gildi lóðarinnar sé mest fyrir frjálsa leikinn sem ýtir undir félagstengsl og hreyfiþroska barna. Frjálsi leikurinn sé lykilatriði. „Þá fara þau í allskonar leiki og takast á við hin leikskólabörnin. Hreyfiþroskinn og félagsþroskinn og öll þessi samskipti er það sem skiptir máli. Ef við tökum þessi svæði af börnunum, þá einfaldlega bara hreyfa þau sig minna,“ segir hann. Árið 2009 var reglugerð um leikskóla endurskoðuð og þá voru stærðarviðmið útisvæða felld úr gildi. „Það eru í dag engin ákvæði í reglugerð og þar með í lögum sem að tryggja það aðþað sé nóg pláss fyrir börnin að leika sér úti,“ segir hann. Hann gerði samanburð á Reykjavík og Stokkhólmi og segir okkur mikla eftirbáta Svía. „Þar er bara krafa um það að það séu 30 fermetrar af virku leiksvæði sem hægt er að nota fyrir hvert einasta barn. Við erum að sjá hérna dæmi um það á nýjum svæðum í Reykjavík alveg niður í átta fermetra, reyndar er það ungbarnaleikskóli. Viðmiðin sem er verið að nota hér eru svona 20 til 25 fermetrar. Sem er of lítið. Þannig að það er klárlega verið að brjóta á rétti barna samkvæmt barnasáttmálanum,“ segir hann.
Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira