Fótbolti

Pochettino sér ekki eftir því að byrja með Harry Kane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane átti ekki góðan dag í framlínu Tottenham í gærkvöld
Kane átti ekki góðan dag í framlínu Tottenham í gærkvöld vísir/getty
Mauricio Pochettino sér ekki eftir því að hafa sett Harry Kane í byrjunarliðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að framherjinn hafi ekki spilað í nærri tvo mánuði.

Tottenham tapaði fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í gærkvöldi 2-0. Mohamed Salah skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu strax á upphafsmínútum leiksins og Divock Origi tryggði sigurinn undir lokin.

Kane spilaði allar 90 mínúturnar í sínum fyrsta leik eftir ökklameiðsli 9. apríl. Hann náði hins vegar ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn.

Kane átti aðeins eitt skot á markið og var mikið út úr spilinu, hann snerti boltann aðeins 15 sinnum í fyrri hálfleik, minna en nokkur annar á vellinum.

„Þetta var engin dramatík, þetta var ákvörðun,“ sagði Pochettino eftir leikinn.

„Frá mér séð þá kláraði Harry Kane leikinn ferskur þrátt fyrir að hafa ekki spilað í einn og hálfan mánuð. Hann skoraði ekki en ég sé ekki eftir þessari ákvörðun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×