Fótbolti

Aronarnir á skotskónum í Noregi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Elís tryggði Aalesund sigur á Ull/Kisa.
Aron Elís tryggði Aalesund sigur á Ull/Kisa. MYND/AAFK.NO
Aron Elís Þrándarson skoraði eina mark leiksins þear Aalesund bar sigurorð af Ull/Kisa, 1-0, í norsku B-deildinni í dag.

Aron Elís var í byrjunarliði Aalesund líkt og Daníel Leó Grétarsson. Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á sem varamaður fyrir Aron Elís í uppbótartíma. Aalesund er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Aron Sigurðarson skoraði fyrra mark Start í 2-0 sigri á Skeid. Kristján Flóki Finnbogason kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik. Start er í 4. sæti deildarinnar.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö sem vann Helsingborg, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Reynsluboltinn Marcus Rosenberg skoraði eina mark leiksins á 18. mínútu. Með sigrinum náði Malmö sex stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Andri Rúnar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Helsingborg sem er í 14. sæti deildarinnar. Liðið hefur ekki unnið í níu deildarleikjum í röð.

Ingvar Jónsson stóð á milli stanganna hjá Viborg sem tapaði 0-2 fyrir Hobro í umspili um sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Hobro vann einvígið, 3-0 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×