Erlent

Enn einn leiðtogi UKIP hættur

Atli Ísleifsson skrifar
Gerard Batten tók við formennsku í UKIP í apríl á síðasta ári.
Gerard Batten tók við formennsku í UKIP í apríl á síðasta ári. Getty
Gerard Batten, fyrrverandi Evrópuþingmaður, hefur látið af embætti sem leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.

Batten sagði fyrir kosningarnar til Evrópuþingsins í lok síðasta mánaðar að staða hans sem formaður yrði „óverjandi“, færi svo að hann myndi missa þingsæti sitt í kosningum. Sem varð raunin.

Í frétt Sky segir að formannskjör muni nú fara fram í flokknum þar sem nýr formaður verður kynntur þann 10. ágúst næstkomandi.

UKIP missti öll 24 þingsæti sín á Evrópuþinginu í Evrópuþingskosningunum, en Brexitflokkur Nigel Farage, fyrrverandi leiðtoga UKIP, vann þar mikinn sigur.

Batten var fimmti formaður UKIP á síðustu tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×