Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 08:45 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru allir sakfelldir og hlutu fangelsisdóma í Al-Thani málinu. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað. Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hafi verið brotin í Al-Thani málinu svokallaða þar sem Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hafi verið vanhæfur til að dæma í málinu vegna fjölskyldutengsla sinna. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur hverjum vegna málskostnaðar. Fjórmenningarnir hlutu þunga dóma í Hæstarétti árið 2015 vegna Al-Thani málsins svokallaða en það á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða, króna með láni frá bankanum, 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Kærðu þeir málið til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að að brotið hafi verið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar auk þess sem að þeir efuðust um óhlutdrægni Hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í málinu. Eiginkona hans starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu á sama tíma og það rannsakaði Kaupþing auk þess sem að sonur hans starfaði í lögfræðideild bankans fyrir hrun og fyrir skilanefnd bankans eftir hrun. Er það niðurstaða Mannréttindadómstólsins að brotið hafi verið á rétti fjórmenninganna þar sem þeir, eða lögmenn þeirra, hafi ekki verið látnir vita af tengslum sonar dómarans við Kaupþing eða þrotabú Kaupþings, því hafi þeir ekki fengið tækifæri til þess að andmæla því að Árni tæki sæti sem dómari í málinu. Voru þessi fjölskyldutengsl nægjanleg til að draga óhlutdrægni dómarans í málinu í efa, að því er fram kemur í úrskurði Mannréttindadómstólsins.Að öðru leyti telur dómstóllinn að málsmeðferðin í málinu hafi verið réttlát og var öðrum kröfum fjórmenninganna ýmist vísað frá eða hafnað.
Dómsmál Dómstólar Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. 18. febrúar 2015 07:00
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00