Fótbolti

Enginn bauð sig fram gegn forseta FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino var endurkjörinn í dag.
Gianni Infantino var endurkjörinn í dag. Getty/Richard Heathcote
Gianni Infantino verður áfram forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins til ársins 2023.

Enginn bauð sig fram gegn Gianni Infantino á ársþingi FIFA í París. Þetta verður hans annað kjörtímabil.

Gianni Infantino tók við af Sepp Blatter árið 2016 og eitt af hans aðalbaráttumálum var að fjölga þjóðum í úrslitakeppni HM.





Gianni Infantino er 49 ára gamall og er svissnesku Ítali. Hann byrjaði að vinna hjá UEFA árið 2000 og færði sig síðan yfir í FIFA.  

Blatter var forseti FIFA í sautján ár eða þar til að hann hrökklaðist frá völdum eftir að stórtæk spillingarmál innan FIFA komust upp.

Gianni Infantino ætlar að fjölga liðum upp í 24 í heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 og þá munu 48 þjóðir komast í úrslitakeppni Hm 2026.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×