Fótbolti

Óvissa um framtíð Emils: Langar að vera áfram úti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Óvissa ríkir um framtíð Emils Hallfreðssonar en samningur hans við Udinese rennur út í lok mánaðarins.

Emil yfirgaf Udinese fyrir ári síðan og gekk til liðs við Frosinone. Hann náði aðeins sex leikjum með Frosinone og meiddist illa í október.

Svo fór að komist var að þeirri niðurstöðu að rifta samningnum í janúar síðast liðinn. Emil gerði stuttan samning við sitt gamla félag Udinese, en hann rennur út í lok júní.

„Það eru búnar að vera ákveðnar þreifingar. Við sjáum hvað gerist eftir þessa landsleiki, þeir eiga eftir að klára sín mál úti,“ sagði Emil við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Emil á þá ekki von á því að snúa heim til Íslands.

„Mér langar að vera áfram úti, ég er því miður ekki á leiðinni heim.“

En er hann búinn að ná sér að fullu eftir meiðslin? „Standið á mér er bara mjög gott. Eftir erfiða mánuði þá er ég búinn að ná mér ótrúlega vel,“ sagði Emil Hallfreðsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.