Fólkið reyndi að bjarga sér úr eldinum Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 13:51 Vigfús Ólafsson situr hér á milli verjenda í málinu. Vísir/MHH Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira