Fótbolti

Milljón miðar seldir á HM sem hefst í Frakklandi í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frakkar eru taldir sigurstranglegir á heimavelli.
Frakkar eru taldir sigurstranglegir á heimavelli. vísir/getty
Áttunda heimsmeistaramót kvenna hefst í Frakklandi í dag og hafa tæplega milljón miðar verið seldir á mótið. Opnunarleikurinn verður á Parc des Princes í kvöld.

Gestgjafarnir í Frakklandi mæta Suður-Kóreú á Parc des Princes í kvöld og það er uppselt á leikinn. Það gerir það að verkum að tæplega 50 þúsund manns verða á vellinum í kvöld.

Ríkjandi meistarar, Bandaríkin, spila sinn fyrsta leik á þriðjudaginn er þeir mæta Taíland en Phil Neville og stelpurnar hans í Englandi mæta Skotlandi á sunnudaginn í Nice.

Sex riðlar eru á mótinu og eru fjögur lið í hverjum riðli en úrslitaleikurinn fer svo fram í júlí eftir sléttan mánuð. VARsjáin verður notuð í mótinu í fyrsta sinn.

Miðasala á mótið hefur gengið vel en alls hafa verið um 950 þúsund miðar seldir á mótið svo það nálgast milljón miða selda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×