Heiðveig María segir ljóst að Sjómannafélagið ætli ekki í kosningar Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2019 11:53 Svo virðist sem Jónas og hans menn ætli ekki að hleypa Heiðveigu Maríu uppá dekk. Og beita öllum brögðum í þeim efnum. Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sem hefur staðið í langvinnu og hörðu stríði við stjórn Sjómannafélags Íslands, segir algerlega ljóst að ráðandi aðilar innan félagsins rói að því öllum árum að ekki komi til kosninga þar á bæ. Kjörstjórn hefur hafnað lista hennar og gefið henni fremur knappan frest til að til að leggja fram nýtt framboð. Sá frestur er veittur til 10. þessa mánaðar og segir Heiðveig, miðað við að þar inni í sé Hvítasunnuhelgi, sé borin von að safna saman, þriðja sinni, 100 meðmælum. „Við látum ekki bjóða okkur þetta,“ segir Heiðveig María í samtali við Vísi. Og það liggur alveg fyrir að henni er misboðið.Segja listann of einsleitan Átök innan Sjómannafélagsins vegna stjórnarkjörs eiga sér orðið langa sögu. Heiðveig hugðist bjóða sig og sinn lista fram á síðasta aðalfundi. En, listinn var ekki samþykktur og var Heiðveig María rekin úr félaginu vegna gagnrýni sinnar á sitjandi stjórn undir forystu Jónasar Garðarssonar. Nýr listi var sjálfkjörinn á síðasta aðalfundi, sem fram fór um síðustu áramót, sem Bergur Þorkelsson gjaldkeri félagsins, leiðir.Bergur Þorkelsson var á síðasta aðalfundi kjörinn formaður SÍ og ráðgert er að hann taki við af Jónasi Garðarssyni á næsta aðalfundi.visir/vilhelmHeiðveig María kærði til Félagsdóms hvernig staðið var að málum og féll dómur henni í hag. Sjómannafélagið boðaði þá, eftir nokkurn umþóttunartíma, til nýrra kosninga. En, nú er komið babb í bátinn. Í bréfi sem kjörstjórn sendi Heiðveigu Maríu eru tíundaðar ástæður þess að ekki sé hægt að samþykkja framboðið, meðal annars á þeim forsendum að á lista hennar, B-lista til trúnaðarmannaráðs, séu „engir félagsmenn sem starfa á öðrum kjarasamningum félagsins, við Hafrannsóknarstofnun eða á ferjum.“ Segir að horfa verði til þess að ekki sé einsleitni á lista.Heiðveig skorar á kjörstjórn að breyta um kúrs Heiðveig María segir þetta huglægt mat, það sjái hver maður, sem hún hafni. Og nú séu allar félagslegar leiðir fullreyndar. Kosningar áttu að fara fram 5. til 19. júní. „En, þeir eru að karpa um þetta ákvæði, hvort framboðið sé gilt út frá einhverjum rökum og forsendum sem þeir búa til,“ segir Heiðveig sem var farin að vinna að framboðsmálum og segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi úr öllum áttum. „Jájá, það er allt vitlaust. Allir að spyrja okkur hvernig þetta standi. Við byrjum á því að gefa kjörstjórn kost á því að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir Heiðveig sem sent hefur kjörstjórninni harðorð mótmæli.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. 30. maí 2019 09:57