Innlent

Fjögurra ára dómur yfir manni sem braut gegn barni staðfestur

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn lést skömmu eftir uppkvaðningu héraðsdóms en börn hans áfrýjuðu til Landsréttar.
Maðurinn lést skömmu eftir uppkvaðningu héraðsdóms en börn hans áfrýjuðu til Landsréttar. FBL/ERNIR
Landsréttur hefur staðfest dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fósturbarnabarni sínu. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn til fjögurra ára fangelsisvistar og að greiða fósturbarnabarni sínu 2,5 milljónir króna í miskabætur í mars í fyrra.

Maðurinn lést skömmu eftir uppkvaðningu héraðsdóms en börn hans, að fósturmóður barnsins frátöldu, áfrýjuðu héraðsdómi en Landsréttur staðfesti héraðsdóm um sakfellingu mannsins miskabætur.

Sakfellingin tók til þeirrar háttsemi mannsins að hafa á heimili hans í fjölda skipta frá því stúlka var þriggja ára gömul, og þar til hún var 11 eða 12 ára, látið hana snerta kynfæri hans og fróa honum og í nokkur skipti einnig strokið brjóst hennar og kynfæri innanklæða og farið með fingur inn í leggöng hennar.

Var hann talinn hafa nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnaðar sem fósturafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×