Fótbolti

Króatía kláraði Wales á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Perisic fagnar marki sínu.
Perisic fagnar marki sínu. vísir/getty
Gareth Bale og félagar hans í Wales töpuðu 2-1 fyrir Króatíu í Króatíu fyrr í dag er liðin mættust í E-riðli í undankeppni EM 2020.

Það byrjaði vel fyrir Íslandsvinina í Króatíu því á sautjándu mínútu skoraði James Lawrence sjálfsmark og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks var það svo miðjumaður Inter, Ivan Perisic, sem tvöfaldaði forystuna og Króatar komnir í vænlega stöðu.

Unglingurinn sem sló í gegn með Bournemouth á síðustu leiktíð, David Brooks, kom inn sem varamaður og minnkaði muninn þrettán mínútum fyrir leikslok en þar við sat.

Króatía er á toppi riðilsins með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina en Ryan Giggs og lærisveinar hans í Wales eru með þrjú stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×