Fótbolti

Mikilvæg þrjú stig í Laugardalnum | Myndasyrpa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir fögnuðu marki Jóhanns vel og innilega.
Strákarnir fögnuðu marki Jóhanns vel og innilega. vísir/bára
Ísland er með sex stig eftir þrjá leiki í undankeppni fyrir Evrópumótið 2020 eftir 1-0 sigur á Albaníu á Laugardalsvelli fyrr í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins en markið kom í fyrri hálfleik eftir magnaðan sprett Jóhanns.

Ísland er því komið með sex stig af níu mögulegum en tap liðsins kom gegn heimsmeisturum Frakka í Frakklandi. Liðið spilar við Tyrki á þriðjudag, einnig á Laugardalsvelli.

Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var vopnuð myndavélinni í Laugardalnum í dag og hér að neðan má sjá afraksturinn.

Ragnar Sigurðsson í baráttunni í dag.vísir/bára
Það voru læti í leiknum. Hér sést skoskur dómari leiksins reyna að róa menn niður.vísir/bára
Hjörtur Hermannsson átti flottan leik í hægri bakverðinum.vísir/bára
Viðar Örn Kjartansson byrjaði í fremstu víglínunni en var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik.vísir/bára
Birkir Bjarnason í baráttunni.vísir/bára
Það var kátt á hjalla í leikslok.vísir/bára
Svíinn var glaður í leikslok.vísir/bára
Eitt gott Víkingaklapp í lokin.vísir/bára



Fleiri fréttir

Sjá meira


×