Fótbolti

„70% af jörðinni er þakið vatni, restin er María Þórisdóttir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
María fagnar sigrinum í gær.
María fagnar sigrinum í gær. vísir/getty
María Þórisdóttir átti góðan leik fyrir Noreg sem vann 3-0 sigur á Nígeríu í fyrsta leik liðsins í A-riðli heimsmeistaramóts kvenna sem fer fram í Frakklandi næsta mánuðinn.

María stóð vaktina vel í miðri vörn liðsins en framherjar Nígeríu komust lítt áleiðis. María fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og einn blaðamaður sló á létta strengi eftir leikinn.

Philip O'Connor starfar á vegum FIFA en fylgir Noregi á meðan HM stendur og hann sagði að „70% af jörðinni er þakið vatni, restin er María Þórisdóttir.“







María spilar fyrir Chelsea á Englandi en faðir hennar er Selfyssingurinn, Þórir Hergeirsson, sem er landsliðsþjálfari Noregs í handbolta.

Næsti leikur Noregs er gegn gestgjöfunum Frökkum á miðvikudaginn en Frakkland vann 4-0 sigur á Kóreu í opnunarleiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×