Fótbolti

Tuttugu ára bið Ítalíu á enda í sigri gegn Ástralíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barbara fagnar jöfnunarmarkinu.
Barbara fagnar jöfnunarmarkinu. vísir/getty
Ítalía vann 2-1 sigur á Ástralíu í fyrsta leik dagsins er liðin mættust á HM í Frakklandi en leikið var á heimavelli Valenciennes.

Sam Kerr kom Ástralíu yfir á 22. mínútu. Hún lét þá Lara Giulani verja frá sér vítaspyrnu en fylgdi á eftir vítinu og skoraði sjálf.

Barbara Bonansea jafnaði metin fyrir Ítalíu í síðari hálfleik, nánar tiltekið 56. mínútu, en það var þeirra fyrsta skot á marki í síðari hálfleik.

Markið var sögulegt því þetta var fyrsta mark Ítalíu á HM kvenan síðan 1999 en þá var HM haldið í Mexíkó. Markið var skorað 27. júní svo þa liðu 7287 dagar á milli marka.



Barbara var ekki hætt því á síðustu sekúndum leiksins skoraði hún sigurmarkið og tryggði Ítalíu mikilvægan sigur. Sigurmarkið kom á 95. mínútu leiksins.

Ítalía er því með þrjú stig í C-riðlinum en Ástralía án stiga. Í riðlinum eru einnig Brasilía og Jamaíka. Þau mætast klukkan 13.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×