Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Arnar Geir Halldórsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2019 22:30 Uppþvotabursta beint að Emre í flugstöðinni í Keflavík. Blóðheitir stuðningsmenn Tyrkja vilja komast að því hver hann er. Gera þeir ráð fyrir að um íslenskan blaðamann sé að ræða, sem er ekki tilfellið. Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira