Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Arnar Geir Halldórsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2019 22:30 Uppþvotabursta beint að Emre í flugstöðinni í Keflavík. Blóðheitir stuðningsmenn Tyrkja vilja komast að því hver hann er. Gera þeir ráð fyrir að um íslenskan blaðamann sé að ræða, sem er ekki tilfellið. Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Tyrkneska landsliðið í knattspyrnu lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld en þeir mæta strákunum okkar í Undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli næstkomandi þriðjudag. Samkvæmt heimildum Vísis voru leikmenn tyrkneska liðsins ósáttir við móttökurnar sem biðu þeirra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en þeir lentu í miklum töfum og þurftu að fara í gegnum sérstaka vegabréfaskoðun. Það fór því dágóður tími í að komast í gegnum flugvöllinn. Það fór illa í leikmenn liðsins sem kvörtuðu yfir þessu í viðtölum við tyrkneska fjölmiðla sem voru mættir á Keflavíkurflugvöll. Í kjölfarið hafa stuðningsmenn Tyrkja farið hamförum á samfélagsmiðlum í kvöld eins og má sjá á Facebook síðu KSÍ sem og Twitter reikningi sambandsins. Einhverra hluta vegna hefur Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, einnig fengið sinn skerf af þessum netárasum blóðheitra Tyrkja eins og sjá má á Twitter reikningi hans. Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. Einhverjir að lenda í þessu??? — Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019Misskilningur vegna þvottaburstaviðtalsÁstæðuna fyrir pirringi Tyrkja má rekja til einhvers óþekkts aðila sem fylgdi tyrknesku blaðamönnunum eftir í Leifsstöð og bar uppþvottabursta að Emre Belozoglu, sem var í viðtali við tyrknesku pressuna. Tyrkneski blaðamaðurinn Murat Özen virðist hafa komið því á framfæri við samlanda sína að viðkomandi aðili væri Benedikt Grétarsson, sem starfar í hlutastarfi hjá Vísi. Í samtali við fréttastofu sagði Benedikt hótanirnar telja á þúsundum og margar séu það morðhótanir. Viðtalið við Emre má sjá í tísti hér fyrir neðan en þar má jafnramt sjá manninn með uppþvottaburstann sem er ekki áðurnefndur Benedikt.Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE — FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019Benedikt segir hótanirnar hafa bæði borist honum á Twitter og á Facebook. Hann segist vera búinn að slökkva á öllum tilkynningum á samfélagsmiðlum og ætli að bíða storminn af sér. Hann er ekki eini íþróttafréttamaður landsins sem er að lenda í þessu áreiti en meðal þeirra sem hafa fengið hótanir eru Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, Magnús Már Einarsson hjá fotbolti.net og Hjörvar Hafliðason, íþróttafréttamaður á Vísi. Tyrkneskar fótboltabullur hafa einnig herjað á Facebook síðu Knattspyrnusambands Íslands og meðal annars skrifað hátt í 2.000 ummæli undir færslu KSÍ um miðasölu á leik A landsliðs karla þann 11. Júní.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira