Fótbolti

Forseti Benfica segist ekki geta haldið Joao Felix hjá félaginu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims.
Einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims. vísir/getty
Joao Felix, leikmaður Benfica, er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir og forseti portúgalska félagsins gerir sér grein fyrir því að hann geti ekki haldið þessari vonarstjörnu Portúgals hjá félaginu til lengri tíma.

Man Utd, Man City, Chelsea, Real Madrid og Atletico Madrid eru nokkur af þeim félögum sem eru sögð fylgjast grannt með gangi mála hjá þessum 19 ára sóknarmanni sem skoraði 20 mörk á nýafstaðinni leiktíð.

„Þegar leikmaður kemur til mín og segist geta þénað miklu meiri pening annars staðar. Hvað get ég sagt?“ spyr Luis Felipe Vieira, forseti Benfica.

„Hann er með riftunarákvæði upp á 120 milljónir evra. Við hækkuðum það um 60 milljónir þegar hann var búinn að spila tvo eða þrjá leiki fyrir okkur. Þá sáum við hversu góður hann er,“ segir forsetinn.

„Þegar einhver kemur með þessar 120 milljónir getum við bara látið okkur dreyma um að hann verði áfram. Við viljum gera allt til þess að halda honum en eina leiðin til þess að ná því úr þessu er að selja hann og reyna að fá hann á láni í eitt tímabil,“ segir forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×