Innlent

Færri sækja um vegabréf

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Alls voru 2.212 vegabréf gefin út í apríl.
Alls voru 2.212 vegabréf gefin út í apríl. Fréttablaðið/Stefán
Alls voru 2.212 vegabréf gefin út í apríl en það eru 37,1 prósenti færri vegabréf en í sama mánuði í fyrra. Þá voru þau 3.515 talsins.

Helgi Harðarson, hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir eðlilega skýringu á fækkuninni. „Endingartími vegabréfa breyttist úr fimm árum í tíu ár svo nú er svona tímabil þar sem lítið af vegabréfum er að renna út.“

Mikið hefur verið fjallað um langar raðir í vegabréfadeild Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðin ár en samkvæmt Helga er nú mun rólegra yfir. „Fólk reiknar með því að þurfa að bíða hérna heillengi en svo er kannski bara engin röð“ segir Helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×