Erlent

Boris Johnson fer fyrir dóm

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Boris Johnson.
Boris Johnson.
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og leiðtogaefni Íhaldsflokksins, var í gær skipað að mæta fyrir dóm vegna ummæla sem hann lét falla í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar. Johnson fullyrti þá að Bretar afhentu Evrópusambandinu 350 milljónir punda á viku.

Vegna þessarar fullyrðingar er Johnson sakaður um vanrækslu í embætti. Lögmenn Johnsons segja að málið sé höfðað á pólitískum forsendum. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á stöðu hans í leiðtogakjöri flokksins. Hann hefur hingað til mælst langvinsælastur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×