Innlent

Orkupakkinn til umræðu í dag

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Ætla má að tekist verði á í þingsal í dag.
Ætla má að tekist verði á í þingsal í dag. Vísir/vilhelm

Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. Hlé var gert á seinni umræðu um orkupakkann eldsnemma á fimmtudagsmorguninn var, en þá höfðu þingmenn Miðflokksins haldið málþófi alla nóttina.

Þegar þingfundi var slitið í síðustu viku voru enn nokkrir þingmenn á mælendaskrá og munu þeir halda ræður sínar í dag. Allt eru þetta þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður fyrstur í pontu.

Þingfundur hefst klukkan 15 og er orkupakkinn fimmta mál á dagskrá.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.