Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Stjórn Félags íslenskra leikara hefur farið fram á það við Menntamálaráðuneytið að ráðið verði fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda Þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Rætt verður við Ara Matthíasson Þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein, formann Félags íslenskra leikara og sviðslistamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Einnig fjöllum við um málin sem bera hæst af þingi í dag, Landsréttarmál og þriðja orkupakkann, og ræðum við Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, um niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur.

Við segjum frá því helst utan úr heimi, til að mynda frá hótunum Trump í garð Íran og frá nýjum forseta Úkraínu sem hafði það sem fyrsta embættisverk að boða til þingkosninga.

Við segjum frá fjórtán flugvélum sem munu lenda á Reykjavíkurflugvelli næstu tvo sólarhringa og verðum í beinni frá flugvellinum.

Þetta og marg fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×