Landsliðskona vill frekari rannsóknir á tengslum krossbandsslita og tíðahringsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 15:30 Jordan Nobbs missti af stærstu hluta tímabilsins með Arsenal og missir líka af HM í Frakklandi í sumar. Vísir/Getty Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira
Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjá meira