Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00
Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00