Innlent

Hér verður malbikað í höfuðborginni í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Skeifunni á sjötta tímanum í gær. Bilaður bíll og malbikun í grenndinni virðist hafa aukið tafir í gær ofan í almenna umferð á háannatíma.
Frá Skeifunni á sjötta tímanum í gær. Bilaður bíll og malbikun í grenndinni virðist hafa aukið tafir í gær ofan í almenna umferð á háannatíma. Vísir/Vilhelm

Malbikun á höfuðborgarsvæðinu er farin á fullt í góða veðrinu og verður áfram unnið við að fræsa og malbika í dag. Viðbúið er að því fylgi einhver óþægindi fyrir vegfarendur, sem eru beðnir um að sýna þolinmæði og tillitsemi.

„Vinnuflokkar verða því víða að störfum, m.a. á Hallsvegi í Grafarvogi (á milli Langarima og Gullinbrúar/Strandvegar), í Vatnagörðum (á milli Sundagarða og Sægarða) og í Mjölnisholti og á Lindargötu. Vegfarendur eru áfram beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Vegna framkvæmda eins og þessara berast lögreglu gjarnan kvartanir, segir í skeyti lögreglu.

Í gær hafi margir haft samband við embættið og lýstu yfir ónægju sinni með framkvæmdir á Kleppsmýrarvegi og töfum á umferð sem því fylgdi.

Lögreglan hafi því farið á vettvang og verið þar við umferðarstjórn í nokkra klukkutíma. Vonir standa til að ástandið verði betra þar og við aðrar götur sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.