„Óréttlætanlegt“ að láta Cech spila úrslitaleikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. maí 2019 21:00 Petr Cech hefur varið mark Arsenal í Evrópudeildinni vísir/getty Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Petr Cech mun leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið og því mun hann spila sinn síðasta leik á ferlinum ef hann byrjar í markinu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spekingar vilja þó ekki sjá hann spila þann leik. Cech hefur verið varamarkvörður Arsenal í vetur en hefur fengið að spila í Evrópudeildinni. Það er því alls ekki óeðlilegt að vænta þess að hann byrji úrslitaleikinn gegn sínum gömlu félögum í Chelsea. Fyrrum markmaður Arsenal, David Seaman, vill að Bernd Leno byrji í markinu. „Arsenal þarf virkilega á þessu að halda, þeir þurfa þetta meira en Chelsea,“ sagði Seaman. „Þeir þurfa að komast inn í Meistaradeildina og ég styð það að lið eigi alltaf að spila á sínu sterkasta liði. Það þýðir Leno í markinu, en ég er nokkuð viss um að Cech spili því þetta er síðasti leikur hans.“ Blaðamaður The Times, Tony Cascarino tekur í sama streng. „Ég get næstum farið svo langt að segja að ef stjóri velur markmann númer tvö í svona mikilvægan leik, þá er það brot sem hægt er að reka menn fyrir,“ skrifar Cascarino í pistli sínum. „Það er svo mikið undir að það er ekki hægt að réttlæta það að láta Cech byrja.“ Enn einn flækjupunkturinn í ákvörðun Unai Emery er að Petr Cech mun taka starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Chelsea þegar tímabilinu líkur. Bæði Cascarino og Seaman segja það þó ekki skipta máli, niðurstaðan er sú að Leno sé betri en Cech og því eigi hann að spila leikinn. Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram næsta miðvikudag, 29. maí, og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira