Innlent

Þristar sýndir milli kl. 19 og 21 í kvöld

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þristurinn D-Day Doll er meðal þeirra sem lentu í Reykjavík síðdegis.
Þristurinn D-Day Doll er meðal þeirra sem lentu í Reykjavík síðdegis. MYND/D-DAY SQUADRON.

Ákveðið hefur verið að gefa almenningi aftur kost á að skoða gamla stríðsþrista norðan við Loftleiðahótelið í kvöld. Fimm þristar til viðbótar, sem flugu frá Grænlandi til Íslands í dag, verða þá komnir á svæðið, sem verður opið milli klukkan 19 og 21. 

Þá hefur tekist að gera við bilun í íslenska þristinum Páli Sveinssyni og er vonast til að hann komi norðan frá Akureyri til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Verður hann einnig á stæðinu norðan við Hótel Loftleiðir með bandarísku vélunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.