Innlent

Þristar sýndir milli kl. 19 og 21 í kvöld

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þristurinn D-Day Doll er meðal þeirra sem lentu í Reykjavík síðdegis.
Þristurinn D-Day Doll er meðal þeirra sem lentu í Reykjavík síðdegis. MYND/D-DAY SQUADRON.
Ákveðið hefur verið að gefa almenningi aftur kost á að skoða gamla stríðsþrista norðan við Loftleiðahótelið í kvöld. Fimm þristar til viðbótar, sem flugu frá Grænlandi til Íslands í dag, verða þá komnir á svæðið, sem verður opið milli klukkan 19 og 21. 

Þá hefur tekist að gera við bilun í íslenska þristinum Páli Sveinssyni og er vonast til að hann komi norðan frá Akureyri til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Verður hann einnig á stæðinu norðan við Hótel Loftleiðir með bandarísku vélunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×