Innlent

18 ára á tæplega 180 km hraða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Drengurinn ók bíl sínum á ógnarhraða eftir Kringlumýrarbraut.
Drengurinn ók bíl sínum á ógnarhraða eftir Kringlumýrarbraut. Vísir/GVA
Lögreglan hafði afskipti af fjölda ökumanna í nótt sem með einum eða öðrum hætti eru taldir hafa komist í kast við lögin. Það var t.a.m. raunin með ökumann sem mældist á 177 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut skömmu eftir miðnætti.

Þar er hámarkshraði 80 km/klst og var ökumaðurinn, sem reyndist aðeins 18 ára gamall og því nýkominn með bílpróf, á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan segist hafa flutt drenginn á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Að honum frátöldum tengdust flest umferðarlagabrot næturinnar akstri ökumanna undir áhrifum vímuefna. Margir þeirra höfðu jafnframt fíkniefni í fórum sínum eða reyndust aka eftir að hafa verið sviptir ökuréttindum.

Lögreglan segist þó einnig hafa fengði annars konar tilkynningar í nótt. Til að mynda á hún að hafa haft afskipti af drukknum manni í stigagangi í Kópavogi skömmu fyrir miðnætti. Lögreglumenn eiga að hafa reynt að aðstoða manninn við að komast heim en það hafi ekki gengið sökum ástands mannsins. Hann hafi því verið fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×