Innlent

Rakel tekur við störfum Þóru sem fer í ársleyfi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þóra Arnórsdóttir og Rakel Þorbergsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir og Rakel Þorbergsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir er á leiðinni í árs leyfi frá störfum sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV. Þóra verður í launalausu leyfi en á meðan mun Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, taka við ritstjórn Kveiks.Rakel segir í samtali við Vísi að hún muni ekki verða einn af umsjónarmönnum Kveiks heldur aðeins ritstjóri samhliða því að gegna stöðu fréttastjóra.Varafréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, mun í staðinn stíga betur inn í rekstur og ritstjórn fréttastofunnar á meðan Rakel beinir sjónum sínum að Kveik.„Ég gæti ekki gert þetta nema að Heiðar taki á sig meiri ábyrgð. Þannig skapast meira svigrúm. Þetta er ekkert sem er óþekkt í hinum stóra heimi. Menn gera þetta oft og iðulega,“ segir Rakel.Hún er spennt fyrir að fá að vinna með Kveiks-fólkinu enda átti hún þátt í að skapa þennan þátt. „Og verð núna með meiri afskipti og það er bara spennandi,“ segir Rakel.Á meðal liðsmanna Kveiks næsta vetur verða Lára Ómarsdóttir, Helgi Seljan, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Aðalsteinn Kjartansson og Sigríður Halldórsdóttir.Þóra mun hafa vetursetu á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni en þar hefur maður hennar Svavar Halldórsson stundað meistaranám.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.