Lífið

Aldrei of seint að finna ástina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Giftu sig áratugum seinna.
Giftu sig áratugum seinna.

Það er aldrei of seint að finna ástina. Það sannaðist þegar Vala Matt fór vestur á Strandir og heimsótti hjónin Kristínu Einarsdóttur og Gunnar Jóhannsson, en þau voru skólafélagar sem táningar á Reykjum.

Þegar þau svo hittust áratugum seinna á skólamóti skólans urðu þau skyndilega og mjög óvænt yfir sig ástfangin sem kom þeim báðum alveg að óvörum. Þau voru þá orðin sextug og hvorugt að leita sér að maka.

Eftir aðeins tveggja vikna samveru ákváðu þau að fara að búa saman og giftu sig svo í framhaldinu.

Allt gekk mjög hratt og í dag lifa þau hamingjusömu lífi í Hveravík á Ströndum. Ástin finnst á ólíklegustu stöðum og á ólíklegustu tímum.

Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.