Innlent

Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ratsjárstöðin á Hornafirði.
Ratsjárstöðin á Hornafirði. Runólfur Hauksson
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar.Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því.Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011.Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins.Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér.


Tengdar fréttir

Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni

Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.