Ómar lagði Gæsluna í annað sinn í baráttu um vangoldna leigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 15:41 Ratsjárstöðin á Hornafirði. Runólfur Hauksson Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér. Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Landhelgisgæslunni var óheimilt að segja upp að hluta samnings um leigu á jörð undir ratstjárstöð í Hornafirði nærri Höfn. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti með því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra. Landhelgisgæslan þarf að greiða Ómari Antonssyni, eiganda jarðarinnar, rúmar fimm milljónir króna í vangoldna leigu auk 3,5 milljóna króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Ómar höfðaði mál á hendur Landhelgisgæslunnar til innheimtu á vangoldinni leigu fyrir svæði úr landi jarðarinnar Horns sem íslenska ríkið tók á leigu með leigusamningi árið 1953. Deildu aðilar um það hvort Gæslan, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta árið 2016. Gæslan vildi taka mun minna landsvæði á leigu og lækka um leið einhliða fjárhæð leigunnar. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að ekki hefði verið heimilt að segja leigusamningnum upp að hluta. Um aðild Landhelgisgæslunnar vísaði Landsréttur til þess að íslenska ríkið væri leigutaki samkvæmt samningnum og því lægi beinast við að Ómar beindi málsókn sinni að því. Á hinn bóginn yrði ekki litið fram hjá því að Landhelgisgæsluan hefði greitt leigu fyrir landið á grundvelli reikninga sem Ómar hefði beint að honum frá árinu 2011. Þá væri ljóst af bréfi lögmanns Gæslunnar til Ómars að hann liti svo á að hann hefði á grundvelli verksamnings heimild til að ráðstafa hinu leigða landi. Loks yrði ekki séð af samskiptum aðila í aðdraganda málshöfðunar að Gæslan hefði gert athugasemd við að Ómar beindi erindum sínum að honum en ekki utanríkisráðuneytinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Var fallist á það með héraðsdómi að Ómari hefði verið heimilt að beina kröfu sinni að Landhelgisgæslunni einni. Var Gæslan því dæmd til að greiða umkrafið leigugjald að frádreginni 1,7 milljóna króna innborgun frá árinu 2017.Dóminn má lesa í heild hér.
Dómsmál Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Gæslan hótar landeiganda sem rukkar ferðamenn lögbanni Landeigandi á Stokksnesi rukkar ferðamenn um 600 krónur fyrir að fara um landið. Gengur ekki að selja aðgang að landi sem Landhelgisgæslan leigir, segir forstjóri. Annaðhvort þetta eða að loka veginum, segir landeigandinn. 24. júní 2014 06:45