Innlent

Dúxaði í FÁ með 9,1 í meðaleinkunn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Magnús Ingvason skólameistari, Ástrós Ögn Ágústsdóttir dúx og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari.
Magnús Ingvason skólameistari, Ástrós Ögn Ágústsdóttir dúx og Kristrún Birgisdóttir aðstoðarskólameistari. Mynd/FÁ

Brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla fór fram í dag og útskrifuðust þar 118 nemendur. Dúx skólans á vorönn er Ástrós Ögn Ágústsdóttir sem útskrifast af Náttúrufræðibraut með 9,1 í meðaleinkunn.

Í tilkynningu frá skólanum segir að Magnús Ingvason skólameistari hafi stýrt athöfninni. Í útskriftarræðu sinni hvatti Magnús nemendur til að einbeita sér að styrkleikum sínum og vinna í veikleikunum.

Brautskráðir voru 118 nemendur og þar af níu af tveimur brautum. 38 nemendur útskrifuðust af heilbrigðissviði, sem skiptast svo eftir námsbrautum: fjórir heilsunuddarar, þrír læknaritarar, tveir lyfjatæknar, tíu tanntæknar og nítján sjúkraliðar. Frá nýsköpunar -og listabraut útskrifust fjórir nemendur.

Stúdentar eru 75. 28 útskrifuðust af félagsfræðibraut, af náttúrufræðibraut útskrifuðust 13, af hugvísinda- og málabraut níu, af viðskipta- og hagfræðibraut útskrifuðust sex og með viðbótarnám til stúdentsprófs að loknu starfsnámi 19. Til viðbótar þessu útskrifuðust níu nemendur af sérnámsbraut.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.