Erlent

Tveir unglingsstrákar létust eftir „slys“

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Lögreglan skoðar vettvant. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lögreglan skoðar vettvant. Mynd tengist frétt ekki beint. GETTY/DAN KITWOOD

Tveir unglingsstrákar létust í Sheffield á Bretlandi eftir „alvarlegt slys.“ Frá þessu er greint á vef Sky News.

Samkvæmt lögreglu létust strákarnir, sem voru 13 og 14 ára eftir „alvarlegt slys“ í heimahúsi í Sheffield. Fjögur önnur börn, sem voru 11, 10, þriggja ára og sjö mánaða voru flutt á sjúkrahús en hafa verið útskrifuð þaðan.

Lögregla hefur handtekið 37 ára gamlan mann og 34 ára gamla konu vegna gruns um morð.

Enn hefur dánarorsök ekki verið staðfest en krufning mun fara fram á laugardag.

Lögreglan í bænum segir að búið sé að tilkynni fjölskyldum drengjanna andlát þeirra og þær hljóti nú viðeigandi stuðning frá fagaðilum.

Simon Palmer, yfirlögregluþjónn sagði að verið væri að vinna að því að komast að því hvað hafi átt sér stað þegar slysið varð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.